Nú styttist í Fjarðaálsmót nr. 2 sem er 3. flokkur karla og kvenna

Þá fer að styttast í það að flautað verði til leiks á Fjarðaálsmóti nr. 2 í röðinni árið 2013.  Og skráningin lofa góðu.

Leikjaplanið kemur væntanlega inn á fimmtudaginn.


Vel heppnuðu Fjarðaálsmóti lokið

Þá er fyrsta Fjarðaálsmótinu árið 2013 lokið. 8 lið mættu til leiks, leikið var í A- og B liðum og vonandi hafa allir skemmt sér vel. Fjarðabyggð þakkar öllum aðkomuliðunum kærlega fyrir komuna, öllum foreldrum 4. flokks karla  fyrir vinnuna og dómurum og KFF fyrir dómgæsluna.

Þórsarar sigruðu í báðum flokkum, af öryggi í A, en á markamun í B-liðum en þar var annað Fjarðabyggðarliðið sjónarmun á eftir þeim.

Lokastaðan í riðlunum:

A-lið:

   Þór ................. 18 stig

   Höttur .............. 9 stig

   Fjarðabyggð I ... 9 stig

   KF ................... 0 stig

B-lið:

   Þór ................... 15 stig

   Fjarðabyggð III ... 15 stig

   Fjarðabyggð II .. 6 stig

   Dalvík ...............0 stig

 

Þess má geta að norðanliðin voru veðurteppt hér fyrir austan í nótt.


Staðan eftir fyrri daginn

Hér kemur staðan eftir fyrri daginn. Leikirnir hafa verið skemmtilegir og mikil spenna.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjarðaálsmót 4. flokks að hefjast

Fjarðaálsmót 4. flokks er núna um helgina 13. - 14. apríl. Því miður þá var engin skráning hjá 4. flokki kvenna og því verður það mót ekki en skráningin er góð hjá 4. flokki karla.

Leikjaplanið er komið inn á síðuna.

 Þau lið sem eru skráð til leiks auk okkar manna eru Þór Ak. Dalvík, KF og Höttur.

Mótið mun byrja kl. 12 á laugardaginn og verður spilað fram að kvöldmat og áætlað er að því verði lokið um kl. 16:00 á sunnudaginn. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjarðaálsmót 2013

Yngri flokkar Fjarðabyggðar munu halda knattspyrnumót fyrir 7., 6., 5., 4. og 3. flokk karla og kvenna í apríl og maí 2013. Eins og undanfarin ár þá verður okkar aðal

styrktaraðili Alcoa-Fjarðaál og munu mótin því heita Fjarðaálsmótin. Sú nýbreytni verður höfð á að mótin fyrir 6. og 7. flokk verða eins dags mót en mótin fyrir 3., 4. og 5. flokk tveggja daga. Eins dags mótin munu byrja snemma morguns og ljúka seinnipart dags. Tveggja daga mótin munu byrja um hádegi á laugardegi og ljúka um miðjan dag á sunnudegi. Fyrir tveggja daga mótin verður boðið upp á gistingu í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

 

 13. – 14. apríl             4. fl. karla & kvenna (11 manna bolti)

20. – 21. apríl             3. fl. karla & kvenna (11 manna bolti)

4. – 5. maí                   5. fl. karla & kvenna (7 manna bolti)

11. maí                        6. & 7. fl. karla & kvenna (7 manna bolti)

 

Allt á fullu

Þá er 6. og 7. flokksmótið hafið hér á Fjarðaálsmótinu í blíðviðri. Milli 300 og 400 manns eru hér saman komin til að fylgja sínu liði og er stemmingin nokkuð góð.

Nafnabreytingar á leikjaplani

Smá nafnabreytingar urðu á leikjaplani í 7. flokki, það er Austri/Valur breytist í Austri og Leiknir breytist í Val í A-liðum og í B-liðum verður Valur að Leikni. Þessar breytingar hafa engin áhrif á leikjaplan annara liða.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leikjaplan 6. og 7. flokks klárt

Hér kemur leikjaplanið fyrir Fjarðaálsmót 6. og 7. flokks sem verður næsta laugardag.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjarðabyggð Fjarðaálsmeistarar A-liða

Fjarðabyggð var rétt í þessu að vinna keppni A-liða með því að leggja Sindra að velli 4-0. Í öðru sæti varð Höttur og í því þriðja Dalvík.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

A-lið 5. kvenna hefur lokið keppni

Þá er keppni A-liða í 5. kvenna lokið. Sindri stóð uppi sem Fjarðaálsmeistarar með fullt hús stiga Dalvík varð í öðru sæti og Höttur í því þriðja.

Þessa stundina eru leikir A-liða karla og B-liða kvenna í gangi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband