Færsluflokkur: Íþróttir

Fjarðaálsmótin 2015

Fjarðaálsmótin 2015

 

Alcoa

 

  

Yngri flokkar Fjarðabyggðar munu halda knattspyrnumót fyrir 7., 6., 5., 4. og 3. flokk karla og kvenna í apríl og maí 2015. Eins og undanfarin ár þá verður okkar aðal styrktaraðili Alcoa-Fjarðaál og munu mótin því heita Fjarðaálsmótin. Sú nýbreytni verður höfð á að mótin fyrir 5., 6. og 7. flokk verða eins dags mót en mótin fyrir 3.og 4. flokk tveggja daga.

 Dagskrá

Eins dags mótin munu byrja snemma morguns og ljúka seinnipart dags. Tveggja daga mótin munu byrja um hádegi á laugardegi og ljúka um miðjan dag á sunnudegi. Fyrir tveggja daga mótin verður boðið upp á gistingu í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

 

 

18. apríl                       5. fl. karla & kvenna (7 manna bolti)

19. apríl                       6. & 7. fl. karla & kvenna (5 manna bolti)  

9. - 10. maí                    4.  fl. karla & kvenna (11 manna bolti)

16. - 17. maí               3. fl. karla & kvenna (11 manna bolti)

 

Á Fjarðaálsmótinu er spilað eftir reglum KSÍ í 7- manna bolti hjá 7., 6. og 5. flokki og í 11 - manna bolti í 4. og 3. flokki Allir leikir fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni, knattspyrnuhöllinni á Reyðarfirði. Höllin er ekki upphituð og því getur orðið kalt í henni.

 

Þátttökugjald 

Þátttökugjald fyrir 7., 6. og 5. flokk er 1.500 kr. á keppanda.

Þátttökugjald fyrir 4. og 3. flokk er kr. 5.000 á keppanda. (ekkert liðsgjald)

 

Hvar á að greiða þátttökugjaldið? 

Þátttökugjaldið er hægt að greiða inn á 1106-26-5885 kt: 660109-0210 og setja í skýringu nafn liðs. Vinsamlegast sendið staðfestingu á greiðslu á netfangið sigurbjorg@asbokhald.is  Foreldrar geta keypt staka máltíð á 1.000 kr.

 Hvað er innifalið í þátttökugjaldi?

Innifalið í þátttökugjaldi fyrir 7., 6. og 5. flokk er keppnisgjald og grillaðar pylsur og safi að loknum keppnisdegi fyrir brottför auk glaðnings frá styrktaraðila. Innifalið í þátttökugjaldi fyrir 4. og 3. flokk er keppnisgjald, gisting, kvöldmatur á laugardegi, morgunmatur á sunnudegi og grillaðar pylsur og safi að loknum keppnisdegi á sunnudegi.

 Gisting

Gist er í Grunnskóla Reyðarfjarðar við hlið Fjarðabyggðarhallarinnar. Allir boltar eru bannaðir innan veggja skólans.

Skráning 

Félög eru beðin um að koma nauðsynlegum upplýsingum og skráningu liða á framfæri með tölvupósti á helgimoli@simnet.is Skráningu og greiðslu þátttökugjalds þarf að vera lokið í síðasta lagi 10 dögum fyrir mót.


Athugið breytt leikjaplan

Smá breytingar gerðar á leikjaplani í 7. flokki A og B liðum.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leikjaplanið klárt

Þá eru leikjaplön 6. og 7. flokks karla og kvenna klár fyrir Fjarðaálsmót á laugardaginn.

Leikið er í A og B liðum í 6. og 7. flokki karla.

Leikið er í einum riðli hjá 6. fl. kvenna.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjarðabyggð A og B Fjarðaálsmeistarar í 5. flokk kvenna

Fjarðabyggð A og B urðu Fjarðaálsmeistarar í 5. flokki kvenna í dag.

A lið

1. Fjarðabyggð

2. Höttur

B lið

1. Fjarðabyggð

2. Höttur


Höttur Fjarðaálsmeistarar í 5. flokki karla

Höttur varð Fjarðaálsmeistari í 5. flokki kalra í dag.

1. Höttur 1

2. Höttur 2

3. Dalvík

4. Fjarðabyggð 2

5. Fjarðabyggð 1

6. Einherji

 


Leikjaplanið klárt

Þá eru leikjaplön 5. flokks karla og kvenna klár fyrir Fjarðaálsmót um helgina.

Leikið er í einum riðli bæði í karla og kvenna liðum.

Leiktími karla er 2 x 12 mín.

Leiktími kvenna er 2 x 20 mín.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta Fjarðaálmót er 4.-5. maí

En þá er komið að 5. flokki karla og kvenna.


Fjarðabyggð 1 Fjarðaálsmeistarar í 3. flokki karla

Fjarðabyggð 1 urðu Fjarðaálsmeistarar , Þór 1 í öðru sæti með jafn mörg stig og Vöslungur en Þór 1 vann á betra markahlutfalli.

1. Fjarðabyggð 1

2. Þór 1

3. Völsungur

4. Fjarðabyggð 2

5. Dalvík/KF

6. Þór 2

 


Þór 1 Fjarðaálsmeistari í 3. flokki kvenna

Úrslitin eru ljós í 3. flokki kvenna.

1. Þór 1

2. Þór 2

3. Fjarðabyggð

4. Völsungur

 


Leikjaplanið klárt

Þá eru leikjalpön 3. flokks karla og kvenna klár fyrir Fjarðaálsmót um helgina. Leikið er í einum riðli bæði í karla og kvenna liðum.

Leiktíminn verður 1 x 40 mín. (enginn hálfleikur)

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband