Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Allt á fullu

Þá er 6. og 7. flokksmótið hafið hér á Fjarðaálsmótinu í blíðviðri. Milli 300 og 400 manns eru hér saman komin til að fylgja sínu liði og er stemmingin nokkuð góð.

Nafnabreytingar á leikjaplani

Smá nafnabreytingar urðu á leikjaplani í 7. flokki, það er Austri/Valur breytist í Austri og Leiknir breytist í Val í A-liðum og í B-liðum verður Valur að Leikni. Þessar breytingar hafa engin áhrif á leikjaplan annara liða.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leikjaplan 6. og 7. flokks klárt

Hér kemur leikjaplanið fyrir Fjarðaálsmót 6. og 7. flokks sem verður næsta laugardag.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjarðabyggð Fjarðaálsmeistarar A-liða

Fjarðabyggð var rétt í þessu að vinna keppni A-liða með því að leggja Sindra að velli 4-0. Í öðru sæti varð Höttur og í því þriðja Dalvík.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

A-lið 5. kvenna hefur lokið keppni

Þá er keppni A-liða í 5. kvenna lokið. Sindri stóð uppi sem Fjarðaálsmeistarar með fullt hús stiga Dalvík varð í öðru sæti og Höttur í því þriðja.

Þessa stundina eru leikir A-liða karla og B-liða kvenna í gangi


Staðan eftir fyrri dag

Hér kemur staðan eftir fyrri daginn. Fyrstu leikir í dag eru byrjaðir og er gríðalega mikil stemming í hópunum, bæði hjá foreldrum og keppendum.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjarðaálsmót 5. flokks að hefjast

Það er frekar kalt í dag á Reyðarfirði en algjör blíða á Norðfirði og þar af leiðandi svolítið kalt í höllinni. En það breytir ekki því 5. flokkurinn er klár að hefa sitt Fjarðaálsmót. Fyrstu leikir byrja kl. 12:00 en það verður spilað fram á kvöld, alls 27 leiki.

Leikjaplan 5. flokks mótsins klárt.

Þá er leikjaplan fyrir 5. flokk karla og kvenna orðið klárt. Spilað verður bæði í A- og B-liðum hjá báðum kynjum.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Myndir frá síðasta móti

Þá eru komnar inn nokkrar myndir frá 4. flokks mótinu um síkðustu helgi. Endilega kíkið á þær.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband