Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Fjarðabyggð 1 Fjarðaálsmeistarar í 3. karla

Fjarðabyggð 1 urðu Fjarðaálsmeistarar núna rétt í þessu. KF varð í öðru sæti með jafnmörg stig og Dalvík sem endaði í þriðja sæti en betra markahlutfall.

1. Fjarðabyuggð 1
2. KF
3. Dalvík
4. Þór 1
5. Völsungur
6. Fjarðabyggð 2
7. Þór 2


Mótinu senn að ljúka

Nú fara úrslitin að skýrast hjá strákunum. Þessa stundina er leikur KF og Dalvík í gangi en þessi lið eru jöfn að stigum með 12 stig eins og reyndar Fjarðabyggð. Þannig að nú eru í gangi hreinir úrslitaleikir.


Þór 1 Fjarðaálsmeistar í 3. flokki kvenna

Úrslitin eru ljós í 3. flokki kvenna. Þór 1 vann Völsung í úrslita leik um fyrsta sætið 3-0 og Þór 2 vann Fjarðabyggð í hörku leik um þriðja sætið 1-0.

1. Þór 1
2. Völsungur
3. Þór 2
4. Fjarðabyggð


Riðlakeppni lokið hjá stelpunum

Þá er riðlinum lokið hjá stelpunum og orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitum.
Kl. 13:05 mætast Fjarðabyggð og Þór 2 í leik um 3. sætið og kl. 13:40 mætast Þór 1 og Völsungur í leik um 1. sætið.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrri degi lokið

Stór skemmtilegum degi er lokið á Fjarðaálsmótinu hjá 3. flokki. Mikil spenna er í karla riðlinum en þar trónir KF efst með 9 stig en svo koma fjögur lið öll með 6 stig. Spenna er ekki síður í kvenna riðlinum en þar eru reyndar Völsungar búnar að tryggja sér efsta sætið í riðlinum og koma því til með að spila úrslitaleikinn um fyrsta sætið á morgun.

Hér má sjá öll úrslit dagsins og stöðuna í riðlunum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hörku leikir

Staðan í riðlunum
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

En þarf að gera breytingar á leikjaplani

Núna klukkutíma fyrir mót þurfti að fara í það að breyta leikjaplani þar sem Höttur/Sindri afboðaði sig. Leikjaplanið var klárt 10 mín fyrir mót en þrátt fyrir það þá byrjaði fyrsti leikur mótsins á slaginu 11:00.

Hér er svo nýtt leikjaplan


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Breytt leikjaplan

Því miður þá þurftum við að gera smá breytingar á leikjaplani mótsins hjá 3. flokki núna um helgina þar sem sameiginlegt lið Hattar og Sindra í 3. flokki kvenna mæta ekki til leiks.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Laser tag í íþróttasal Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Boðið verður upp á Laser tag í íþróttasal Grunnskóla Reyðarfjarðar á meðan mótinu stendur.

Áætlað er að spila í 5-6 manna liðum í riðlakeppni. Hver leikur er 10 mínútur og hvert lið spilar 5-6 leiki eftir þátttöku.

Þáttökugjald er 2.000 krónur á mann og greiðist við mætingu.

Athugið enginn posi er á staðnum.

Skráningar liða berist sem fyrst á netfangið dagny_bjork@simnet.is eða birgir72@simnet.is

Vinsamlegast gefið upp fjölda og nöfn þátttakenda við skráningu, sem auðveldar uppröðun í riðla. Nánari upplýsingar verða sendar á þáttakendur þegar nær dregur.

9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar


Leikjaplan 3. flokks karla og kvenna

Hér er leikjaplan helgarinnar ásamt dagskrá mótsins.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband