Færsluflokkur: Íþróttir
28.4.2012 | 11:18
Mót nr. 2 að hefjast
Þá fer að styttast í það að flautað verði til leiks á Fjarðaálsmóti nr. 2 í röðinni árið 2012. Veðrið er gott, smá dropar en hlýtt.
Að þessu sinni er þetta mót fyrir 4. flokk karla en því miður þá varð ekkert úr skráningum í 4. kvenna og því verður ekkert mót fyrir þær að svo stöddu.
Liðin eru farin að mæta á svæðið og stemmingin að magnast. Fyrsti leikur er kl. 12:00 en þar mætast Höttur og Fjarðabyggð í A-liðum og strax á eftir mætast þessi lið í B-liðum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2012 | 14:16
Leikjaplanið klárt
Þá er leikjaplan 4. flokks karla klárt fyrir Fjarðaálsmótið um næstu helgi. Leikið er í A- og B-liðum. Leiktíminn verður líkt og var í 3. flokksmótinu 1 x 30 mín (enginn hálfleikur).
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2012 | 13:52
Fjarðaálsmót 4. flokks
Fjarðaálsmót 4. flokks er um næstu helgi, 28. og 29. apríl. Því miður þá var engin skráning hjá 4. flokki kvenna og því verður það mót ekki en skráningin er góð hjá 4. flokki karla og er það mót fullt. Vonandi verður hægt að setja leikjaplanið inn síðar í dag eða í kvöld hér á síðuna.
Þau lið sem eru skráð til leiks eru auk okkar manna Þór Ak, Dalvík, Völsungur, Sindri og Höttur. Mótið mun byrja kl. 12:00 á laugardaginn og verður spilað fram á kvöld og áætlað er að því verði lokið um kl. 15:00 á sunnudaginn.
Leikjaplan og dagskrá síðar í dag eða í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2012 | 16:06
Vel heppnuðu Fjarðaálsmóti lokið
Þá er fyrsta Fjarðaálsmótinu árið 2012 lokið. 11 lið mættu til leiks og vonandi hafa allir skemmt sér vel þó gengið hafi ekki verið eins og til var vonast. Fjarðabyggð þakkar öllum aðkomuliðunum kærlega fyrir komuna, öllum foreldrum 3. flokks karla og kvenna fyrir vinnuna og dómurum og KFF fyrir dómgæsluna.
Hér má svo sjá öll úrslit mótsins.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2012 | 15:52
Fjarðabyggð 1 Fjarðaálsmeistarar í 3. karla
Fjarðabyggð 1 urðu Fjarðaálsmeistarar núna rétt í þessu. KF varð í öðru sæti með jafnmörg stig og Dalvík sem endaði í þriðja sæti en betra markahlutfall.
1. Fjarðabyuggð 1
2. KF
3. Dalvík
4. Þór 1
5. Völsungur
6. Fjarðabyggð 2
7. Þór 2
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2012 | 14:35
Mótinu senn að ljúka
Nú fara úrslitin að skýrast hjá strákunum. Þessa stundina er leikur KF og Dalvík í gangi en þessi lið eru jöfn að stigum með 12 stig eins og reyndar Fjarðabyggð. Þannig að nú eru í gangi hreinir úrslitaleikir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2012 | 14:26
Þór 1 Fjarðaálsmeistar í 3. flokki kvenna
Úrslitin eru ljós í 3. flokki kvenna. Þór 1 vann Völsung í úrslita leik um fyrsta sætið 3-0 og Þór 2 vann Fjarðabyggð í hörku leik um þriðja sætið 1-0.
1. Þór 1
2. Völsungur
3. Þór 2
4. Fjarðabyggð
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2012 | 12:24
Riðlakeppni lokið hjá stelpunum
Þá er riðlinum lokið hjá stelpunum og orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitum.
Kl. 13:05 mætast Fjarðabyggð og Þór 2 í leik um 3. sætið og kl. 13:40 mætast Þór 1 og Völsungur í leik um 1. sætið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2012 | 21:02
Fyrri degi lokið
Stór skemmtilegum degi er lokið á Fjarðaálsmótinu hjá 3. flokki. Mikil spenna er í karla riðlinum en þar trónir KF efst með 9 stig en svo koma fjögur lið öll með 6 stig. Spenna er ekki síður í kvenna riðlinum en þar eru reyndar Völsungar búnar að tryggja sér efsta sætið í riðlinum og koma því til með að spila úrslitaleikinn um fyrsta sætið á morgun.
Hér má sjá öll úrslit dagsins og stöðuna í riðlunum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2012 | 13:53
Hörku leikir
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.2.2014 Fjarðaálsmótin 2015
- 10.5.2013 Athugið breytt leikjaplan
- 9.5.2013 Leikjaplanið klárt
- 4.5.2013 Fjarðabyggð A og B Fjarðaálsmeistarar í 5. flokk kvenna
- 4.5.2013 Höttur Fjarðaálsmeistarar í 5. flokki karla
- 2.5.2013 Leikjaplanið klárt
- 22.4.2013 Næsta Fjarðaálmót er 4.-5. maí
- 22.4.2013 Fjarðabyggð 1 Fjarðaálsmeistarar í 3. flokki karla
- 22.4.2013 Þór 1 Fjarðaálsmeistari í 3. flokki kvenna
- 18.4.2013 Leikjaplanið klárt
- 15.4.2013 Nú styttist í Fjarðaálsmót nr. 2 sem er 3. flokkur karla og k...