Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
2.2.2014 | 20:50
Fjarðaálsmótin 2015
Fjarðaálsmótin 2015
Yngri flokkar Fjarðabyggðar munu halda knattspyrnumót fyrir 7., 6., 5., 4. og 3. flokk karla og kvenna í apríl og maí 2015. Eins og undanfarin ár þá verður okkar aðal styrktaraðili Alcoa-Fjarðaál og munu mótin því heita Fjarðaálsmótin. Sú nýbreytni verður höfð á að mótin fyrir 5., 6. og 7. flokk verða eins dags mót en mótin fyrir 3.og 4. flokk tveggja daga.
Dagskrá
Eins dags mótin munu byrja snemma morguns og ljúka seinnipart dags. Tveggja daga mótin munu byrja um hádegi á laugardegi og ljúka um miðjan dag á sunnudegi. Fyrir tveggja daga mótin verður boðið upp á gistingu í Grunnskóla Reyðarfjarðar.
18. apríl 5. fl. karla & kvenna (7 manna bolti)
19. apríl 6. & 7. fl. karla & kvenna (5 manna bolti)
9. - 10. maí 4. fl. karla & kvenna (11 manna bolti)
16. - 17. maí 3. fl. karla & kvenna (11 manna bolti)
Á Fjarðaálsmótinu er spilað eftir reglum KSÍ í 7- manna bolti hjá 7., 6. og 5. flokki og í 11 - manna bolti í 4. og 3. flokki Allir leikir fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni, knattspyrnuhöllinni á Reyðarfirði. Höllin er ekki upphituð og því getur orðið kalt í henni.
Þátttökugjald
Þátttökugjald fyrir 7., 6. og 5. flokk er 1.500 kr. á keppanda.
Þátttökugjald fyrir 4. og 3. flokk er kr. 5.000 á keppanda. (ekkert liðsgjald)
Hvar á að greiða þátttökugjaldið?
Þátttökugjaldið er hægt að greiða inn á 1106-26-5885 kt: 660109-0210 og setja í skýringu nafn liðs. Vinsamlegast sendið staðfestingu á greiðslu á netfangið sigurbjorg@asbokhald.is Foreldrar geta keypt staka máltíð á 1.000 kr.
Hvað er innifalið í þátttökugjaldi?
Innifalið í þátttökugjaldi fyrir 7., 6. og 5. flokk er keppnisgjald og grillaðar pylsur og safi að loknum keppnisdegi fyrir brottför auk glaðnings frá styrktaraðila. Innifalið í þátttökugjaldi fyrir 4. og 3. flokk er keppnisgjald, gisting, kvöldmatur á laugardegi, morgunmatur á sunnudegi og grillaðar pylsur og safi að loknum keppnisdegi á sunnudegi.
Gisting
Gist er í Grunnskóla Reyðarfjarðar við hlið Fjarðabyggðarhallarinnar. Allir boltar eru bannaðir innan veggja skólans.
Skráning
Félög eru beðin um að koma nauðsynlegum upplýsingum og skráningu liða á framfæri með tölvupósti á helgimoli@simnet.is Skráningu og greiðslu þátttökugjalds þarf að vera lokið í síðasta lagi 10 dögum fyrir mót.
Íþróttir | Breytt 31.3.2015 kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.2.2014 Fjarðaálsmótin 2015
- 10.5.2013 Athugið breytt leikjaplan
- 9.5.2013 Leikjaplanið klárt
- 4.5.2013 Fjarðabyggð A og B Fjarðaálsmeistarar í 5. flokk kvenna
- 4.5.2013 Höttur Fjarðaálsmeistarar í 5. flokki karla
- 2.5.2013 Leikjaplanið klárt
- 22.4.2013 Næsta Fjarðaálmót er 4.-5. maí
- 22.4.2013 Fjarðabyggð 1 Fjarðaálsmeistarar í 3. flokki karla
- 22.4.2013 Þór 1 Fjarðaálsmeistari í 3. flokki kvenna
- 18.4.2013 Leikjaplanið klárt
- 15.4.2013 Nú styttist í Fjarðaálsmót nr. 2 sem er 3. flokkur karla og k...
Síður
Eldri færslur
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Snæfríður sigraði í Noregi
- Ætla ekki að fullyrða að hún hafi ekki verið meidd
- Vonandi ekki dæmdir af þessum eina leik
- Mætum allt öðrum mótherja
- Vantaði bara að setja boltann yfir línuna
- Geggjuð tilfinning að fá þessa viðurkenningu
- Fjölnir, Ármann og Breiðablik öll í undanúrslit
- Selfoss vann í framlengingu Grótta byrjar betur
- Bæjarar með níu stiga forskot
- Yfirburðir FH í fyrsta leiknum